Liverpool tapaði í uppbótartíma

Nathaniel Clyne og Jaume Costa í baráttunni á El Madrigal …
Nathaniel Clyne og Jaume Costa í baráttunni á El Madrigal í kvöld. BIEL ALINO

Villarreal fagnaði 1:0 sigri gegn Liverpool í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Í hinni viðureign kvöldsins gerðu Shakhtar Donetsk og Sevilla 2:2 jafntefli.

Það stefndi allt í markalausan leik á El Madrigal vellinum í Villareal í frekar tilþrifalitlum leik en í uppbótartíma skoraði Adrian Lopez sigurmarkið eftir frábæran skyndisókn.

Sevilla sem hefur fagnað sigri í Evrópudeildinni tvö ár í röð er í góðri stöðu eftir 2:2 jafntefli gegn Shakhtar Donetskt í Úkraínu. Það var Kevin Gameiro sem jafnaði metin fyrir Sevilla með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok.

Úrslitin leikjum kvöldsins:

Villarreal - Liverpool, 1:0
Shakhtar - Sevilla, 2:2

Bein lýsing:

90+4 Leikjunum er lokið.

90+1 MARK!! Villarreal er að tryggja sér sigurinn. Eftir frábæra skyndisókn skoraði Adrian Lopez af stuttu færi.

86. Bakvörðurinn Albert Moreno var sloppinn innfyrir en skot hans fór framhjá.

85. Mignolet með flotta markvörslu fyrir Livepool.

82. MARK!! Sevilla var að jafna metin í 2:2. Kevin Gameiro skoraði úr vítaspyrnu. Meistararnir eru í góðri stöðu.

74. Leikur Villareal og Liverpool hefur ekki náð neinu flugi og það er engu líkara en að liðin séu sátt við stöðuna eins og hún er.

65. Stöngin! Firmino átti skot gott sem markvörður Villarreal náði að verja vel með því að slá boltann í stöngina.

47. Jonathan dos Santos skallaði í utanverða markstöng Liverpool-liðsins eftir hornspyrnu.

46. Síðari hálfleikur er hafinn í leikjunum tveimur. Liverpool hefur gert eina breytingu. Jordon Ibe er kominn inná fyrir Philippe Coutinho.

45. Hálfleikur. Það er kominn hálfleikur í leikjunum báðum.

42. Soldado með gott skot frá vítateigslínu en boltinn fór naumlega framhjá. Það vantar meira fjör í þennan leik.

36. MARK!! Það er fjör í Úkraínu en heimamenn í Shakhtar eru komnir í 2:1 eftir að hafa lent undir. Taras Stepanenko skoraði markið.

30. Það er enn markalaust í viðureign Villarreal og Liverpoo. Leikurinn er í járnum.

23. MARK!! Shakhtar er búið að jafna metin á móti meisturunum með marki frá Marlos.

22. Stórsókn hjá Villareal sem lauk með skoti frá Tomas Pina en Mignolet varði.

11. Soldado framherji komst í þokkalegt færi en skaut boltanum naumlega framhjá. Leikurinn byrjar vel.

6. MARK! Sevilla er komið yfir í Úkraínu. Vitolo skoraði markið.

4. Joe Allen fékk gott færi en skot hans fór beint í fangið á markverði Villarreal.

1. Leikirnir eru hafnir.

Lið Villarreal: Asenjo; Mario, Bailly, Victor Ruiz, Jaume Costa; J Dos Santos, Pina, Bruno, D Suarez; Soldado, Bakambu.

Lið Liverpool: Mignolet, Clyne, Toure, Lovren, Moreno, Lucas, Allen, Milner, Lallana, Coutinho, Firmino.

Lið Shakhtar: Pyatov, Kucher, Ismaily, Srna, Rakitskiy, Stepanenko, Marlos, Malyshev, Taison, Kovalenko, Ferreyra.

Lið Sevilla: Soria, Rami, Escudero, Mariano Ferreira, Krychowiak, Daniel Carriço, N'Zonzi, Banega, Vitolo, Konoplyanka, Gameiro

Fyrir leik:

*Villarreal lék fyrst í Evrópukeppninni árið 2002 en þá mætti liðið FH-ingum í Intertoto-keppninni. Fyrri leiknum lyktaði með 2:2 jafntefli í Kaplakrika þar sem Guðmundur Sævarsson og Baldur Bett skoruðu mörk FH en Villareal vann heimaleikinn, 2:0.

*Liverpool og Villarreal hafa aðeins einu sinni mæst á fótboltavellinum en þau léku vináttuleik á Camp El Madrigal árið 2008 sem endaði með markalausu jafntefli.

*Sevilla hefur fagnað sigri í Evópudeildinni tvö undanfarin ár.

Adam Lallana sækir að vörn Villarreal.
Adam Lallana sækir að vörn Villarreal. AFP
Taras Stepanenko skallar boltann í netið og kemur Shakhtar í …
Taras Stepanenko skallar boltann í netið og kemur Shakhtar í 2:1. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert