Alan Pulido, sem numinn var á brott af mannræningjum í borginni Ciudad Victoria í Mexíkó á laugardagskvöldið, slóst við einn mannræningjanna og lagði þannig grunninn að eigin björgun.

Pulido notaði tækifærið þegar hann var einn með einum mannræningjanum, yfirbugaði hann og náði símanum af honum. Pulido notaði símann til þess að hringja á neyðarlínuna sem mætti á svæðið og bjargaði Pulido.  

Þessi fyrrum félagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Olympiacos slapp með skrámur úr atburðarásinni farsakenndu um helgina. Pulido sást á mánudaginn með umbúðir um höfuðið og úlnliðinn, en hann fékk sár þar eftir að hafa stokkið i gegnum glugga á flótta sínum.