Allardyce nálægt því að brjóta hefðina

Sam Allardyce öskrar inn á völlinn í kvöld.
Sam Allardyce öskrar inn á völlinn í kvöld. AFP

Sam Allardyce, landsliðsþjálfari Englands, stýrði löndum sínum í fyrsta sinn í dramatískum sigri á Slóvakíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag.

Sjá: Dramatískur sigur Englendinga

Allardyce tók við taumunum hjá Englandi í sumar eftir að Roy Hodgson hætti í kjölfar ósigursins gegn Íslandi á EM í Frakklandi, en pressan var mikil á Allardyce í fyrsta leik. Hann stóðst hana hins vegar.

Allardyce er nú níundi landsliðsþjálfarinn í röð sem vinnur fyrsta leik sem stjóri Englands, en það stóð tæpt þar sem sigurmark Adams Lallana kom ekki fyrr en í uppbótartíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka