Real að kaupa „næsta Zlatan"

Alexander Isak.
Alexander Isak. Ljósmynd/aikfotboll.se/

Búist er við að spænska knattspyrnufélagið Real Madrid muni ganga frá kaupum á Alexander Isak, 17 ára sænskum framherja sem spilar með AIK í heimalandinu. 

Isak mun skrifa undir fimm ára samning við Real. Hann mun hins vegar ekki ganga í raðir Real fyrr en eftir leiktíðina þar sem félagið má ekki kaupa leikmenn fyrr en í sumar, vegna banns hjá Fifa. 

Framherjinn hefur skorað tíu mörk í 24 leikjum fyrir AIK og hefur honum verið líkt við landa sinn Zlatan Ibrahimovic. 

Iask er yngsti markaskorari í sögu sænska landsliðsins eftir að hafa skorað í vináttuleik gegn Slóvakíu fyrr í þessum mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert