Sonur Patrick Kluivert spilaði með Ajax

Patrick Kluivert og Lois van Gaal ræða málin.
Patrick Kluivert og Lois van Gaal ræða málin. GABRIEL BOUYS

Justin Kluivert, 17 ára sonur Patrick Kluivert, spilaði sinn fyrsta leik fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 

Ajax vann þá öruggan 3:1 sigur á PEC Zwolle og kom Kluivert yngri til sögunnar á 39. mínútu er Amin Younes þurfti að fara meiddur af velli. 

Patrick Kluivert varð á sínum tíma tvöfaldur hollenskur meistari með Ajax og vann hann einnig Meistaradeildina með félaginu. Kluivert lék svo með liðum eins og AC Milan, Barcelona og Newcastle ásamt því að hann skoraði 40 mörk í 79 landsleikjum fyrir þjóð sína. 

Justin Kluivert er mjög efnilegur strákur og verður forvitnilegt að sjá hvort hann feti í fótspor föður síns og verði lykilmaður fyrir hollenska landsliðið í framtíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert