Aron skoraði þrennu á 18 mínútum

Aron Sigurðarson skoraði þrennu í dag.
Aron Sigurðarson skoraði þrennu í dag. Ljósmynd/Tromsø

Aron Sigurðarson skoraði þrjú mörk í 5:0 sigri Tromsø á Sandefjord í vináttuleik á La Manga á Spáni í dag. 

Hann kom Tromsø í 2:0 á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu og stuttu seinna endurtók hann leikinn á vítapunktinum og kom Tromsø í 3:0. Aron fullkomnaði svo þrennuna á 75. mínútu er hann kom Tromsø í 4:0 og tók það hann því 18 mínútur að skora mörkin þrjú. 

Tromsø hefur leik í norsku deildinni 2. apríl næstkomandi. 

mbl.is