Barcelona áfrýjar til íþróttadómstólsins (myndskeið)

Dómarinn vísar Suárez af velli.
Dómarinn vísar Suárez af velli. AFP

Forráðamenn spænska meistaraliðsins hafa ekki gefist upp á að fá framherjann Luis Suárez lausan úr leikbanni sem hann var úrskurðaður í eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í undanúrslitaleiknum í bikarkeppninni gegn Atlético Madrid í síðustu viku.

Suárez verður því í leikbanni í úrslitaleiknum sem fram fer í maí en hann fékk þar að auki ann­an leik í bann eft­ir að hafa neitað að yf­ir­gefa völl­inn strax eft­ir spjaldið. Barcelona kærði úrskurðinn en aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hafnaði áfrýjun Börsunga.

Nú hafa forráðamenn Katalóníuliðsins ákveðið að skjóta málinu til íþróttadómstólsins í Sviss (CAS) en áfrýjunin er byggð á þeim rökum að Suárez hafi ekki veitt mótherja sínum olnbogaskot eins og kemur fram í skýrslu dómarans. Á meðfylgjandi mynskeiði má sjá atvikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert