Meiðsli Eggerts meiri en haldið var í fyrstu

Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins SønderjyskE, verður mun lengur frá vegna meiðsla en haldið var í fyrstu.

Eggert, sem gekk til liðs við danska liðið frá enska liðinu Fleetwood Town, varð fyrir meiðslum í fyrsta leik sínum með liðinu gegn búlgarska liðinu CSKA Sofia í æfingaleik á Spáni á dögunum.

Hans Jørgen Haysen, íþróttastjóri SønderjyskE, segir í viðtali við danska netmiðilinn jv.dk að Eggert Gunnþór verði frá keppni í það minnsta næstu sex vikurnar en í ljós kom að krossband í hné hans rifnaði að hluta en hann sleppi þó við að gangast undir aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka