Lagerbäck missir fyrirliðann

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Lars Lagerbäck nýráðinn þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu getur ekki nýtt krafta miðjumannsins Per Ciljan Skjelbreds, sem í dag tilkynnti á Instram síðu sinni að landsliðsferli sínum sé lokið.

Skjelbred, sem leikur með þýska liðinu Hertha Berlin, var fyrirliði norska landsliðsins i tíð Per-Mathias Høgmo, sem var rekinn úr starfi seint á síðasta ári. Skjelbred lék 42 leiki.

,,Ég hef ekki lengur hvatningu til að spila með landsliðinu og ég vil verja tíma mínum með tveimur fallegu börnum mínum. Nú þar sem kominn er nýr landsliðsþjálfari finnst mér þetta rétti tímapunkturinn til að færa einum af nýjum ungu leikmönnunum sem banka á landsliðsdyrnar treyjuna mína,“ skrifar Skjelbred.

„Það er að sjálfsögðu leiðinlegt að hann sé hættur í landsliðinu en það er ekkert við því að gera. Ég virði ákvörðun hans en dyrnar standa opnar fyrir hann ef fær hvatninguna aftur,“ segir Lars við norska fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert