Hrikaleg mistök markvarðar (myndskeið)

Frá viðureign Feyenoord og PSV í gær.
Frá viðureign Feyenoord og PSV í gær. AFP

Jeroen Zoet markvörður PSV gerði sig sekan um afar klaufaleg mistök þegar PSV tapaði fyrir Feyeoord í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Zoet handsamaði boltann á marklínunni eftir að hafa varið kollspyrnu leikmanns Feyenoord en í kjölfarið fór hann með boltann inn fyrir marklínuna og með hjálp marklínutækninnar var dæmt mark sem reyndist sigurmark leiksins. Feyenoord náði þar með 12 stiga forskoti á PSV.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá atvikið sem réð úrslitum leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert