Alfreð skoraði fyrir Augsburg

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/Golli

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er allur að koma til eftir erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni síðan í október.

Alfreð var í byrjunarliði Augsburg sem spilaði æfingaleik við Greuther Fürth, og skoraði hann mark Augsburg í leiknum sem endaði með 1:1 jafntefli. Markið kom á 18. mínútu og jafnaði Alfreð leikinn og þar við sat.

Al­freð hef­ur verið meidd­ur síðan í októ­ber en um er að ræða bólg­ur í líf­beini, sem leiða út í nára. Óvíst er hvenær hann getur spilað mótsleik, en um eru að ræða mjög óútreiknanleg meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert