Tyrkir sendu Ísland í fjórða sætið

Cenk Tosun fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í kvöld.
Cenk Tosun fagnar öðru af tveimur mörkum sínum í kvöld. AFP

Tyrkland komst upp fyrir Ísland og í þriðja sæti I-riðils undankeppninnar fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu eftir að hafa haft betur gegn Finnum, 2:0, þegar þjóðirnar mættust í Antalya í fyrsta leik riðilsins í kvöld.

Tyrkir gerðu út um leikinn strax í upphafi þegar Cenk Tosun, leikmaður Besiktas í heimalandinu, skoraði tvö mörk á fjögurra mínútna kafla áður en stundarfjórðungur var liðinn. Það reyndist nóg, lokatölur 2:0 fyrir Tyrki.

Tyrkland er nú með 8 stig eins og Úkraína, sem mætir toppliði Króatíu í Zagreb í kvöld. Ísland er svo með sjö stig í fjórða sætinu og getur komist í annað sætið með sigri á Kósóvó, fari svo að Úkraína vinni ekki Króata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert