Slæm byrjun hjá Lägerback

Lars Lagerback fyrir framan Ullevaal völlinn í Noregi.
Lars Lagerback fyrir framan Ullevaal völlinn í Noregi. AFP

Lars Lägerback stýrði Norðmönnum í fyrsta skipti í kvöld er þeir fóru í heimsókn til Norður-Írlands og mættu þar heimamönnum í undankeppni HM. Það byrjaði hins vegar ekki gæfulega hjá Lars, þar sem Norður-Írar unnu leikinn 2:0.

Jamie Ward og Conor Washington skoruðu mörk Norður-Íra í fyrri hálfleik og þar við sat. Norðmenn hafa leikið fimm leiki í undankeppninni, tapað fjórum og aðeins unnið einn. 

Danir gerðu markalaust jafntefli við Rúmeníu á útivelli, en Danir eru í ansi harðri baráttu við Svarfjallaland, Rúmeníu og Armeníu um 2. sæti E-riðils. Þar hafa Pólverjar sex stiga forskot á toppnum, en hin liðin eru öll með sex eða sjö stig. 

Önnur úrslit í leikjum sem var að ljúka eru þau að Pólland vann Svartfjallaland 2:1 Slóvakía vann Möltu 3:1 og loks vann Skotland 1:0 sigur á Slóveníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert