Markametsjöfnun

Javier Hernandez fagnar marki sínu.
Javier Hernandez fagnar marki sínu. AFP

Javier Hernandez, eða „Chicharito“ eins og hann er jafnan kallaður, jafnaði markametið með mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu þegar það lagði Kostaríku, 2:0, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu um helgina.

Hernandez skoraði fyrra mark Mexíkó framhjá Keylor Navas og þar með jafnaði hann markametið. Þessi fyrrverandi framherji Manchester United en nú leikmaður Bayer Leverkusen hefur skorað 46 landsliðsmörk, eins og Jared Borgetti sem setti markametið árið 2008.

Mexíkó er efst í riðlinum með 7 stig eftir þrjár umferðir, er með stigi meira en Kostaríka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert