Okazaki með sitt 50. mark

Shinji Okazaki í leiknum gegn Taílendingum í dag.
Shinji Okazaki í leiknum gegn Taílendingum í dag. AFP

Shinji Okazaki, framherji Leicester City, skoraði sitt 50. landsliðsmark þegar Japan hafði betur gegn Taílandi, 4:0, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í dag.

Hin þrjú mörk Japana skoruðu Shinji Kagawa, Yuya Kubo og Maya Yoshida en allt stefnir í að Japan verði með í úrslitakeppni HM sjötta skiptið í röð. Japan er efst í riðlinum með 16 stig eftir sjö leiki.

Ástralía er með 13 stig en Ástralar báru sigurorð af Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 2:0, á heimavelli. Jackson Irvine og Matthew Leckie skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik. Sádi-Arabía er með 13 stig eins og Ástralía en getur komist upp að hlið Japana með sigri gegn Írak síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert