Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Þýska tímaritið Der Spiegel greinir frá því að bandarísk kona hafi sakað knattspyrnumanninn Cristiano Ronaldo um nauðgun. Blaðið segir Portúgalann hafa greitt konunni 42 milljónir króna til að þagga málið niður. Samkvæmt tímaritinu skrifaði hún undir samning þess efnis að hún mætti ekki tjá sig um málið opinberlega.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo er sakaður kynferðisofbeldi. Árið 2005 sökuðu tvær konur hann um að hafa beitt þær slíku í London, en ekki voru næg sönnunargögn til að ákæra Portúgalann. 

Lögfræðingur á snærum Ronaldo hefur sett sig í samband við Der Spiegel og lýst yfir sakleysi skjólstæðings síns, en hann vildi annars ekki tjá sig frekar um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert