Guðlagur Victor hvíldur í síðustu leikjunum

Guðlaugur Victor Pálsson fyrirliði Esbjerg.
Guðlaugur Victor Pálsson fyrirliði Esbjerg. Ljósmynd/Esbjerg

Guðlaugur Victor Pálsson, fyrirliði danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, verður hvíldur í síðustu tveimur leikjum liðsins í umspilsriðli dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Það er ljóst að Esbjerg kemst ekki í baráttuna um að ná Evrópusæti og fer í slag um að halda sæti sínu í deildinni og vill þjálfari Esbjerg ekki taka áhættu á að missa Guðlaug Victor í meiðsli áður en fallslagurinn hefst.

Guðlaugur Victor er í mikilvægu hlutverki í liði Esbjerg innan sem utan vallar en Esbjerg endaði í neðsta sæti að lokinni deildarkeppninni. Sex efstu liðin keppa um meistaratitilinn en hin átta liðin taka þátt í umspili. Þar er Esbjerg í riðli 1 með Randers, OB og Horsens og hefur þar fengið 4 stig af 12 mögulegum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert