Gott jafntefli Matthíasar og félaga

Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson Ljósmynd/Rosenborg

Matthías Vilhjálmsson og félagar í norsku meisturunum í Rosenborg gerðu nokkuð góða ferð til Skotlands og gerðu markalaust jafntefli við skosku meistarana í Celtic í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Hafnfirðingurinn byrjaði á bekknum en hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu. Matthías var aðeins búinn að vera inn á í um mínútu þegar hann fékk gult spjald. Hann fékk svo fínt færi í blálokin en Craig Gordon í marki Celtic varði frá honum. 

Liðin mætast í seinni leiknum í Noregi eftir viku. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert