FIFA opinberar tilnefningar yfir þau bestu

Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona …
Cristiano Ronaldo og Carli Lloyd voru valin knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins í fyrra og eru einnig tilnefnd nú. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt listann yfir þrjú efstu sætin í kjöri á leikmönnum og þjálfurum ársins sem kunngjört verður í október.

Þeir Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Neymar eru einu sinni sem áður í baráttunni um að vera kjörinn bestur, en Ronaldo vann í fyrra. Í kvennaflokki vann Carly Lloyd í fyrra og hún er einnig tilnefnd nú.

Listann má sjá hér að neðan.

Besti leikmaðurinn í karlaflokki:
Cristiano Ronaldo, Real Madrid og Portúgal
Lionel Messi, Barcelona og Argentína
Neymar, Barcelona/PSG og Brasilía

Besti leikmaðurinn í kvennaflokki:
Deyna Castellanos, Florida State og Venesúela
Carli Lloyd, Manchester City og Bandaríkin
Lieke Martens, Barcelona og Holland

Besti þjálfari í karlaflokki:
Massimiliano Allegri, Juventus
Antonio Conte, Chelsea
Zinedine Zidane, Real Madrid

Besti þjálfari í kvennaflokki:
Nils Nielsen, danska kvennalandsliðið
Gerard Precheur, Lyon
Sarina Wiegman, hollenska kvennalandsliðið

Besti markvörður í karlaflokki:
Gianluigi Buffon, Juventus og Ítalia
Keylor Navas, Real Madrid og Kosta Ríka
Manuel Neuer, Bayern München og Þýskaland

Þeir sem koma til greina með besta markið:
Kevin-Prince Boateng, Las Palmas
Alejandro Camargo, Universidad de Concepcion
Deyna Castellanos, Venesúela U17
Moussa Dembele, Celtic
Olivier Giroud, Arsenal
Aviles Hurtado, Tijuana Xolos
Mario Mandzukic, Juventus
Oscarine Masuluke, Baroka FC
Nemanja Matic, Chelsea
Jordi Mboula, Barcelona U19

Stuðningsmenn ársins:
Borussia Dortmund
Celtic
FC Kaupmannahöfn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert