Tryggð stig gegn Íslendingum

Lionel Messi fyrirliði Argentínu.
Lionel Messi fyrirliði Argentínu. AFP

Fyrrverandi þjálfari argentínska landsliðsins í knattspyrnu er nokkuð ánægður með riðilinn sem Argentínumenn drógust í á HM í Rússlandi en Íslendingar, Króatar og Nígeríumenn verða andstæðingar Argentínumanna á HM.

„Þessi riðill er fullnægjandi. Við vorum í sterkari riðli 1978 en þá vorum við Ítölum, Frökkum og Ungverjum,“ segir Cesar Luis Menotti  í viðtali við argentínska blaðið Super Miter Deportivo en Menotti stýrði Argentínumönnum til sigurs á heimsmeistaramótinu árið 1978 en hann var landsliðsþjálfari Argentínu frá 1975 til 1982.

„Það kæmi ekkert á óvart ef Argentína tapaði fyrir Króatíu en á móti Íslandi og Nígeríu eru sex stig tryggð,“ segir Menotti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert