Fótbolti styrkir stöðu sína

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. mbl.is/Golli

Um 8% þjóðarinnar, rúmlega 26.500 manns, voru skráð iðkendur hjá knattspyrnufélögum víðs vegar um Ísland árið 2016. Við þennan fjölda bætast svo þeir sem spila fótbolta í utandeildum eða leika sér í íþróttinni án þess að vera skráðir iðkendur.

Þetta kemur fram í iðkendatölum sem ÍSÍ hefur safnað saman og gefið út vegna ársins 2016. Fótbolti er sem fyrr vinsælasta íþróttagreinin og munar þar mest um þann mikla fjölda drengja sem iðkar íþróttina, en alls voru 11.444 strákar 15 ára og yngri skráðir iðkendur í knattspyrnufélögum í fyrra. Íþróttin er auk þess sú næstvinsælasta hjá stelpum 15 ára og yngri, á eftir fimleikum. Alls fjölgaði í fótbolta um 3.149 manns, mun meira en í öðrum greinum.

Iðkendum fjölgar í hverri af þremur vinsælustu íþróttagreinunum; fótbolta, golfi og fimleikum, og það má kannski að einhverju leyti skrifa á þann góða árangur sem afreksfólkið í greinunum hefur náð síðustu ár. Fótboltalandsliðin hafa á síðustu fjórum árum bæði náð í 8-liða úrslit Evrópumóts, kylfingar með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur í broddi fylkingar hafa gjörbreytt landslaginu í golfi, og Ísland átti kvenfulltrúa í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í fyrsta sinn í fyrra auk þess sem frábær árangur hefur náðst í hópfimleikum.

Sjá nánar um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert