Borussia Dortmund skiptir um stjóra

Forráðamenn þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund tilkynntu það rétt í þessu að félagið hafi ákveðið að segja hollenska knattspyrnustjóranum Peter Bosz upp störfum.

Austurríkismaðurinn Peter Stöger mun taka við starfinu af Bosz, en Stöger var látinn taka pokann sinn hjá Köln í vikunni.

Borussia Dortmund hefur ekki tekist að hafa betur í síðustu 12 leikjum sínum, en síðasti sigurleikur liðsins var gegn 3. deildarliðinu Magdeburg í þýska bikarnum.

Borussia Dortmund erí sjöunda sæti þýsku deildarinnar og féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Borussia Dortmund fékk einungis tvö stig í sínum riðli, en sá stigafjöldi dugði liðinu þó til þess að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert