Kári löglega afsakaður í sigri Aberdeen

Kári Árnason í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Kári Árnason í leik með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, var fjarri góðu gamni þegar lið hans, Aberdeen, lagði Hibernian að velli, 4:1, í 19. umferð skosku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Þannig er nefnilega mál með vexti að Kári fylgdi óléttri eiginkonu sinni á fæðingadeildina í nótt þar sem hún fann fyrir merkjum þess að hún væri komin af stað og fékk hríðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert