El Clásico á Þorláksmessu

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í stórslag spænsku 1. …
Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í stórslag spænsku 1. deildarinnar á laugardaginn. AFP

Knattspyrnuáhugafólk út um víða veröld mun sitja límt við skjáinn í hádeginu á Þorláksmessu en þá leiða saman hesta sína Real Madrid og Barcelona í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu, sjálfum El Clásico.

Erkifjendurnir eigast við á Santiago Bernabeu heimavelli Real Madrid, sem þarf nauðsynlega á sigri að halda til að þokast nær Börsungum. Barcelona, sem er er taplaust í fyrstu 16 leikjunum í deildinni, trónir á toppi deildarinnar en nýkrýndir heimsmeistarar Real Madrid eru í 4. sætinu, 11 stigum á eftir Barcelona en á leik til góða.

„Ég held að sigur á móti Real Madrid tryggi okkur ekki titilinn. Atlético Madrid er aðeins sex stigum á eftir okkur. Við vitum að mótið er langt og strangt og það mun enginn tryggja sér titilinn á þessum tímapunkti. Við vitum að þetta verður erfiður leikur á móti okkar aðal keppinauti en við erum tilbúnir að mæta þeim,“ segir Ernesto Valverde þjálfari Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert