Keppni á Grikklandi frestað (myndskeið)

Leikur PAOK og AEK í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var flautaður af undir lokin í gær eftir að forseti PAOK hreinlega trylltist þegar mark var dæmt af hans mönnum.

Forsetinn stökk inn á völlinn og það sem meira er, hann var vopnaður byssu sem hann var með í hulstri utan á buxum sínum. Eftir mikil fundarhöld var ákveðið að flauta leikinn af og þessi atburður hefur nú dregið dilk á eftir sér.

Ákveðið hefur verið fresta keppni í grísku úrvalsdeildinni en frá þessu skýrði Yiorgos Vassiliadis íþróttamálaráðherra.


Grikklands eftir neyðarfund með forsætisráðherranum Alexis Tsipras.



Ivan Savvidis forseti PAOK er hér leiddur út af vellinum.
Ivan Savvidis forseti PAOK er hér leiddur út af vellinum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert