Verður sú hæst launaða í heimi

Ada Hegerberg fagnar marki gegn Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Ada Hegerberg fagnar marki gegn Wolfsburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AFP

Norska landsliðskonan Ada Hegerberg hefur skrifað undir nýjan samning við Evrópumeistara Lyon í knattspyrnu.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður er nú samningsbundinn franska liðinu til ársins 2021 og með nýja samningnum verður hún hæst launaða knattspyrnukona heims en talið er að árslaun hennar verði 38,5 milljónir króna.

Hegerberg hefur spilað með Lyon í fjögur ár og á þeim tíma hefur hún orðið Evrópumeistari í þrígang og franskur meistari öll árin. Lyon vann þýska liðið Wolfsburg á dögunum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur sem kunnugt er með Wolfsburg.

Hegerberg var kjörin knattspyrnukona ársins í Evrópu 2016 en hún hefur skorað 107 mörk í 82 leikjum með Lyon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert