„VAR mun drepa fótboltann“

Michel Platini.
Michel Platini. AFP

Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti VAR (myndbandsdómgæslu) en þessi tækni hefur verið að ryðja sér til rúms í knattspyrnuheiminum. Michel Platini, fyrrverandi forseti UEFA, segir að VAR sé að drepa fótboltann og að hún hafi ekki aukið réttlætið í íþróttinni. Platini segir að VAR þjóni aðeins stærri félögunum og þeim sem hafa völd:

„Ég þekki FIFA. Þeir munu koma með tölfræði sem hjálpar þeirra málstað. Í besta falli getur tæknin hjálpað til þess að finna út úr því hvort boltinn hafi farið yfir línuna eða ekki, hvort leikmaður er rangstæður eða ekki. Þetta gengur vegna þess að þetta eru einfaldar staðreyndir. Boltinn var inni eða úti.“

„En það er ekkert pláss fyrir túlkun. Það var notast við VAR á heimsmeistaramótinu en samt sem áður skoraði Frakkland úr aukaspyrnu sem hefði ekki átt að vera dæmd og síðan dæmdi VAR-dómarinn vítaspyrnu i þegar boltinn fór óviljandi í höndina á leikmanni Króatíu.“

„Hver veit, kannski munu fyrirliðar og markmenn í framtíðinni vera með heyrnatól sem þjálfarar geta haft samband við þá í gegnum. Með því erum við að drepa fótboltann. Það hefur þegar gerst í Formúlu 1 og hjólreiðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka