Ljótar falsfréttir um Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að spila mikið með Lyngby.
Gylfi Þór Sigurðsson náði ekki að spila mikið með Lyngby. Ljósmynd/Lyngby

Nokkrir enskir fjölmiðlar fóru með rangt mál þegar þeir fjölluðu um félagaskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals frá Lyngby í Danmörku í dag.

Gylfi skrifaði undir hjá Val í dag eftir sex mánuði hjá Lyngby, þar sem hann náði lítið að spila vegna meiðsla. 

The Sun og Daily Mail fjalla t.a.m. bæði um að Gylfi hafi verið rekinn frá Lyngby, sem er ekki rétt. Fékk hann samningi sínum við félagið rift vegna meiðslanna. 

Fyrirsögn The Sun er á þessa leið: Gylfi Sigurðsson, 34, vaknar atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá danska félaginu Lyngby eftir aðeins fimm leiki.

Fyrirsögn Daily Mail: Gylfi Sigurðsson er rekinn frá félaginu þar sem hann byrjaði endurkomuna eftir aðeins sex mánuði og fimm leiki.

Gylfi gerði tveggja ára samning í Val og spilar sína fyrstu leiki í meistaraflokki hér á landi á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert