Keyrði á flugvél ísraelska liðsins

Ísland og Ísrael mætast á fimmtudag.
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seinka þurfti flugi ísraelska landsliðsins í fótbolta frá heimalandinu til Búdapest í Ungverjalandi eftir að ökumaður hleðslubíls keyrði á vélina sem flaug liðinu yfir.

Ísraelski blaðamaðurinn Dani Porat á Sport5 staðfesti tíðindin við mbl.is. Ísraelska liðið var þá á leiðinni til ungversku höfuðborgarinnar, þar sem leikur Ungverjalands og Íslands í umspili um sæti á EM fer fram á fimmtudag. 

Gerðist atvikið þegar ökumaðurinn keyrði töskur ísraelska liðsins í átt að vélinni en það fór ekki betur en svo að hann klessti á hana. 

Seinka þurfti flugi ísraelska liðsins um 50 mínútur vegna atviksins, en vélin fór í gegnum ítarlega skoðun áður en hún tók á loft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert