Úkraínumenn fóru beint til Póllands

Leikmenn Úkraínu fagna naumum sigri á Bosníu í Zenica á …
Leikmenn Úkraínu fagna naumum sigri á Bosníu í Zenica á fimmtudagskvöldið. AFP/Elvis Barukcic

Úkraínska karlalandsliðið í knattspyrnu fór beint til Póllands á föstudagsmorguninn eftir að hafa sigrað Bosníu, 2:1, í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM.

Úkraína mætir Íslandi í úrslitaleiknum í umspilinu í Wroclaw í Póllandi á þriðjudagskvöldið.

Úkraínska liðið flaug strax til Poznan og fór þaðan til bæjarins Opalenica sem er í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá Wroclaw.

Þar mun liðið dvelja fram að leiknum á þriðjudagskvöldið en á heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins segir að þar séu óvenju góðir æfingavellir miðað við árstíma við hliðina á hóteli liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert