Fyrrverandi úrvalsdeildarleikmaður í sex ára fangelsi?

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrrverandi knattspyrnumaður í sænsku úrvalsdeildinni á yfir sér allt að sex ára fangelsi fyrir skjalafals og að svíkja út fé.

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá en samkvæmt lögum þar í landi má miðillinn ekki nafngreina þann grunaða.

Var hann handtekinn á dögunum eftir að grunsamlegar greiðslur bárust á bankareikning hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Rússlandi upp á samanlagt hálfa milljón sænskra króna, um 6,5 milljónir íslenskra króna.

Aftonbladet greinir frá að leikmaðurinn hafi lengi leikið í efstu deild Svíþjóðar og eigi landsleiki fyrir þjóð sína. Hann neitar alfarið sök og segir slíkar millifærslur eðlilegar á milli aðila í knattspyrnuheiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert