Úrslitaleikurinn færður vegna Eurovision

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í Malmö í maí.

Úrslitaleikur sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla á milli Malmö og Djurgården var færður vegna Eurovision. 

Leikurinn var færður um viku vegna Eurovision og fer því fram vikunni áður eða 1. maí, en Eurovision er á bilinu 7.-11. maí. 

Einnig var staðsetningu leiksins breytt en yfirleitt fara úrslitaleikir bikarsins fram í höfuðborginni Stokkhólmi. Í ár fer leikurinn hins vegar fram í Malmö. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert