Fyrirliðinn áfram í höfuðborginni

Fyrirliði Atlético Madrid verður áfram í höfuðborginni.
Fyrirliði Atlético Madrid verður áfram í höfuðborginni. AFP/Javier Soriano

Spænski knattspyrnumaðurinn Koke hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Atlético Madrid. 

Koke semur til sumarsins 2025 en er með möguleika um árs framlengingu eftir það. 

Spánverjinn kom upp í gegnum unglingastarf Atlético og hefur allan sinn feril leikið með liðinu. Þá er hann fyrirliði þess í dag. 

Á hann að baki 626 leiki fyrir félagið og hefur unnið til marga verðlauna, þar á meðal orðið Spánarmeistari tvívegis. 

Atlético er í fimmta sæti spænsku deildarinnar með 55 stig, einu stigi á eftir Athletic Bilbao í fjórða. Þá er liðið komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir Borussia Dortmund. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert