Tárin streymdu niður á blaðamannafundi

Vinicius Junior á blaðamannafundinum í dag.
Vinicius Junior á blaðamannafundinum í dag. AFP/Philippe Marcou

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior brotnaði niður á blaðamannafundi er hann var spurður út í rasisma. 

Vinicius Junior er einn af lykilmönnum stórliðs Real Madrid á Spáni og hefur barist gegn rasisma allt frá komu hans til félagsins. 

Er hann var spurður í þriðja sinn út í rasisma á blaðamannafundi með brasilíska landsliðinu streymdu tárin niður. 

„Mér þykir þetta leitt. Ég vil bara spila fótbolta, gera allt fyrir félagið mitt og fjölskylduna. Ég vil aldrei sjá svart fólk þjást,“ sagði Vinicius. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert