Þrír sigrar með minnsta mun

Gustaf Nilsson (nr. 24) skoraði sigurmark Svíþjóðar í kvöld.
Gustaf Nilsson (nr. 24) skoraði sigurmark Svíþjóðar í kvöld. AFP/Miguel Riopa

Nokkrir vináttuleikir í knattspyrnu karla fóru fram í kvöld. Átta Evrópuþjóðir áttust til að mynda við í fjórum leikjum en ekki var mikið skorað í þeim.

Svíþjóð fékk Albaníu í heimsókn og vann 1:0-sigur með marki frá Gustaf Nilsson eftir undirbúning Dejans Kulusevskis.

Serbía heimsótti Kýpur og vann sömuleiðis 1:0-sigur.

Sergej Milinkovic-Savic skoraði sigurmarkið eftir aðeins sjö mínútna leik. Aleksandar Mitrovic klúðraði vítaspyrnu á 11. mínútu.

Svartfellingar sigruðu

Enn einn 1:0-sigurinn leit dagsins ljós þegar Svartfjallaland lagði Norður-Makedóníu að velli á heimavelli.

Sóknarmaðurinn reyndi, Stevan Jovetic, skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikhlé.

Aserbaídsjan og Búlgaríu áttust loks við í Bakú og skildu jöfn, 1:1.

Filip Krastev kom Búlgaríu yfir eftir tæplega klukkutíma leik áður en Musa Qurbanli jafnaði metin fyrir heimamenn  þremur mínútum fyrir leikslok.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert