Danir tylltu sér á toppinn

Leikmenn Danmerkur fagna marki í leik með U21-árs liðinu gegn …
Leikmenn Danmerkur fagna marki í leik með U21-árs liðinu gegn því íslenska á EM 2021. Ljósmynd/Szilvia Micheller

U21-árs landslið Danmerkur vann öruggan sigur á jafnöldrum sínum frá Litháen, 3:0, í I-riðli undankeppni EM 2025, riðli Íslands, í Vejle í kvöld.

Danmörk fór með sigrinum á topp riðilsins og er þar með 11 stig eftir fimm leiki, fimm stigum meira en Ísland í þriðja sæti, en íslenska liðið er búið að spila fjóra leiki.

William Osula, sóknarmaður Sheffield United, kom Dönum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í kvöld.

Oliver Sörensen, miðjumaður Midtjylland, tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé og skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Dana úr vítaspyrnu eftir tæplega klukkutíma leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert