Í tveggja ára bann frá fótbolta

Gabriel Barbosa.
Gabriel Barbosa. AFP/Miguel Schincariol

Brasilíumaðurinn Gabriel Barbosa hefur verið settur í tveggja ára bann frá fótbolta eftir að hafa reynt að komast hjá því að taka lyfjapróf. 

Barbosa, eða Gabigol eins og hann er oftast þekktur sem, leikur með brasilíska stórliðinu Flamengo og hefur verið einn besti framherji deildarinnar síðastliðin ár. 

Atvikið átt sér stað fyrir rúmu ári en þá reyndi Brasilíumaðurinn ítrekað að að fresta lyfjaprófi og er hann fór loks í það fylgdi hann ekki fyrirmælum starfsmanna. 

Samkvæmt miðlinum Globo fór Gabigol fyrir dómstóla í gær og var settur í tveggja ára bann frá fótbolta. Mun hann áfrýja dómnum til íþróttadómstólsins í Sviss og styður félag hans Flamengo hann í því. 

Á sínum tíma í Evrópu lék Gabigol með stórliði Inter Mílanó en fann hann sig ekki þar. Þá á hann að baki 18 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað fimm mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert