Vill ekki mæta syninum aftur

Óskar Hrafn Þorvaldsson og Orri Steinn Óskarsson ræða málin eftir …
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Orri Steinn Óskarsson ræða málin eftir fyrri leikinn á Kópavogsvelli. mbl.is/Hákon Pálsson

Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari karlaliða Breiðabliks og Gróttu og núverandi þjálfari Haugasunds í Noregi, ræddi við norska miðilinn Nettavisen, en Óskar er á leiðinni í sitt fyrsta tímabil í Noregi.

Í byrjun viðtalsins var Óskar spurður hvernig það hafi verið að mæta syni sínum Orra Steini Óskarssyni. Óskar var þjálfari Breiðabliks og Orri leikmaður FC Kaupmannahafnar er liðin mættust í Meistaradeildinni á síðasta ári. 

„Ég myndi ekki óska versta óvini mínum að vera á hliðarlínunni og vonast til að sonur hans standi sig ekki. Þetta var óþægileg tilfinning,“ sagði Óskar.

Orri skoraði þrennu í dönsku höfuðborginni í seinni leik liðanna, á meðan Óskar fylgdist með á hliðarlínunni að glíma við blendnar tilfinningar.

„Þetta var gott kvöld fyrir hann en óþægileg tilfinning fyrir mig. Vonandi mætumst við ekki aftur,“ sagði Óskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert