Slæmar fréttir fyrir Dani

Mohamed Daramy verður ekki með Danmörku á EM.
Mohamed Daramy verður ekki með Danmörku á EM. AFP/Ritzau Scanpix

Danski knattspyrnumaðurinn Mohamed Daramy fer ekki með landsliði sínu á Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. 

Daramy, sem leikur hjá Reims í efstu deild Frakklands, meiddist illa í vináttulandsleik gegn Færeyjum undir lok mars á þessu ári. 

Síðan þá hefur hann ekki spilað með Reims í Frakklandi og staðfesti Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, það að hann yrði ekki með á Evrópumótinu við Bold í dag. 

Daramy er 22 ára gamall kantmaður sem á að baki tíu landsleiki. Þá var búist við því að hann yrði í stóru hlutverki hjá danska landsliðinu í sumar. 

Danmörk er með Slóveníu, Englandi og Serbíu í C-riðli Evrópumótsins. 

Hörður Ingi Gunnarsson og Mohammed Daramy í leik Íslands gegn …
Hörður Ingi Gunnarsson og Mohammed Daramy í leik Íslands gegn Danmörku vorið 2021. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert