Ágúst skoraði í jafntefli

Ágúst Eðvald Hlynsson í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili.
Ágúst Eðvald Hlynsson í leik með Breiðabliki á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði mark AB þegar liðið gerði jafntefli við Nyköbing, 1:1, í efri hluta dönsku C-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

AB er í sjötta sæti efri hlutans með 33 stig, langt á eftir efstu liðunum þegar liðið á eftir að spila fjóra leiki.

Í kvöld jafnaði Ágúst Eðvald metin þegar átta mínútur voru til leiksloka. Hann er búinn að skora þrjú mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Jóhannes Karl Guðjónsson tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í vikunni og skrifaði undir þriggja ára samning en var ekki á hliðarlínunni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka