Jón Dagur bjargaði stigi

Jón Dagur Þorsteinsson reybdist hetja Leuven í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson reybdist hetja Leuven í kvöld. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, kom inn á sem varamaður og skoraði jöfnunarmark Leuven skömmu síðar þegar liðið gerði jafntefli við St. Truiden, 1:1, í belgísku A-deildinni í kvöld.

Leuven er í fjórða sæti Sambandsdeildar hluta belgísku deildarinnar, þar sem þau sex lið sem enduðu í 7.-12. sæti í vetur berjast um eitt sæti í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.

Jón Dagur kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og var búinn að jafna metin aðeins átta mínútum síðar.

Hefur hann skorað sex mörk og lagt upp önnur sjö í 36 deildarleikjum fyrir Leuven á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert