Lauk glæstum ferli á sigri

Joe Hart og Callum McGregor að lyfta bikarnum í dag.
Joe Hart og Callum McGregor að lyfta bikarnum í dag. Ljósmynd/Celtic

Celtic er Skotlandsmeistari karla í fótbolta og vann 3:1 sigur á St. Mirren á heimavelli í dag. Joe Hart lyfti bikarnum ásamt fyrirliða liðsins en þetta var hans síðasti leikur.

Joe Hart átti glæsilegt tímabil í marki Celtic og átti stóran þátt í titlinum og fékk heiðursskiptingu á 88. mínútu leiksins.

Hann er  fyrrum markmaður Manchester City og Englands, var þrisvar sinnum valinn markmaður tímabilsins, vann ensku deildina tvisvar, enskur bikarmeistari tvisvar og endaði ferilinn í dag sem Skotlandsmeistari.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert