Bandaríkjamenn taka yfir Inter

Argentínumennirnir Lautaro Martinez og Javier Zanetti, varaforseti félagsins og goðsögn
Argentínumennirnir Lautaro Martinez og Javier Zanetti, varaforseti félagsins og goðsögn AFP/Marco BERTORELLO

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Oaktree er nýr eigandi Ítalíumeistara Internazionale frá Mílanó. Fyrrum eigendur, kínverska fyrirtækið Suning, gat ekki staðið í skilum á 395 milljón evru láni og missti félagið þremur dögum eftir að Inter tryggði sér titilinn.

Oaktree tilkynnti í dag að sjóðurinn hefði tekið yfir Inter. Suning keypti félagið árið 2016 en forstjóri Inter, Steven Zhang, sagði viðræður við Oaktree um aukinn greiðslufrest ekki hafa borið árangur.

Inter varð í tvígang Ítalíumeistari undir eignarhaldi Suning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka