Ungur skákmaður styrktur

Hjörvar Steinn Grétarsson.
Hjörvar Steinn Grétarsson. mbl.is/Ómar

Skrifað var í dag undir samstarfssamning milli Kaupþings, Taflfélagsins Hellis og hins 13 ára gamla Hjörvars Steins Grétarssonar. Er markmið samningsinsað gera Taflfélaginu Helli mögulegt að stórauka þjálfun Hjörvars og þátttöku hans í alþjóðlegum skákmótum erlendis og innanlands.

Er þetta í fyrsta sinn sem fyrirtæki gerir slíkan samning við íslenskan skákmann og taflfélag.

Hjörvar Steinn er margfaldur Íslands- og norðurlandameistari og sá yngsti í íslenskri skáksögu sem teflt hefur í landsliðsflokki Skákþings Íslands.

Síðdegis í dag hefst Alþjóðlega Kaupþingsskákmótið í Reykjavík. Teflt er í tveimur flokkum og eru 10 keppendur í hvorum flokki. Í A-flokknum fá 6 íslenskir skákmenn tækifæri til að gera atlögu að áföngum að stórmeistaratitli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert