Kanadamenn og Finnar keppa til úrslita á HM í íshokkí

Kanadísku leikmennirnir fagna sigri á Svíum í dag.
Kanadísku leikmennirnir fagna sigri á Svíum í dag. Reuters

Kanadamenn tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í íshokkí þegar þeir unnu núverandi heimsmeistara Svía 4:1 í undanúrslitum. Kanadamenn mæta Finnum, sem unnu Rússa 2:1 í bráðabana í hinum úrslitaleiknum. Mótið fer fram í Moskvu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert