Suður-Afríkumenn heimsmeistarar í rúgbý

Það eru oft hörð átök á vellinum í rúgbý.
Það eru oft hörð átök á vellinum í rúgbý. Reuters

Suður-Afríkumenn lögðu Englendinga 15:6 í úrslitaleik heimsbikarkeppninnar í rúgbý en leikurinn fór fram á Stade de France í París í kvöld. Sigur Suður-Afríkumanna þótti verðskuldaður en þeir unnu einnig mótið árið 1995. Englendingar töpuðu fyrir þeim 36:0 í riðlakeppninni en komst í úrslitin með sigrum á Áströlum og Frökkum.

Bryan Habana heldur á heimsbikarnum í rúgbý.
Bryan Habana heldur á heimsbikarnum í rúgbý. Reuters
Stuðningsmenn Suður-Afríku fagna í París í kvöld.
Stuðningsmenn Suður-Afríku fagna í París í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka