Sigurður á heimleið frá Skanderborg

Sigurður Eggertsson, sem hefur leikið með danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg það sem af er þessu tímabili, er hættur hjá félaginu og er á leið heim til Íslands. Sigurður staðfesti þetta við Morgunblaðið í gærkvöld, eftir kveðjuleik sinn með liðinu, en sagði jafnframt að hann hefði ekki rætt við nein íslensk lið enn sem komið er.

Sigurður sagði að það væri ekki sjálfgefið að snúa aftur heim á Hlíðarenda. „Nei, ég veit hreinlega ekki hvað verður því Valsmenn fengu leikmann í minn stað, sem er alveg eins og ég og fékk meira að segja númerið mitt, og ég hef ekki hugmynd um hvort þeir þurfa á mér að halda. Það er hvort eð er lokað fyrir félagaskiptin í bili svo ég ætla að taka mér kærkomna hvíld frá handboltanum í tvær vikur eða svo. Ég fékk satt best að segja mikinn leiða á honum hérna í Danmörku og þegar maður fer að kvíða fyrir því að fara á æfingar, er nóg komið."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert