Björgvin annar í Slóveníu

Björgvin Björgvinsson stóð sig vel í Slóveníu.
Björgvin Björgvinsson stóð sig vel í Slóveníu. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð annar á Evrópubikarmóti í svigi sem fram fór í Rogla í Slóveníu í gær. Alls tóku fimm Íslendingar þátt í mótinu.

Björgvin fékk 16 FIS-stig fyrir sigurinn en hann endaði 75/100 úr sekúndu á eftir sigurvegaranum, Stefan Georgiev frá Búlgaríu. Alwin De Quaratel frá Hollandi varð þriðji, 64/100 úr sekúndu á eftir Björgvini.

Gísli Rafn Guðmundsson úr Reykjavík varð í 29. sæti í mótinu, Árni Þorvaldsson frá Reykjavík varð í 47. sæti og Sigurgeir Halldórsson frá Akureyri varð í 63. sæti en Stefán Sigurgeirsson frá Húsavík náði ekki að ljúka fyrri ferðinni.

Keppendur voru 114 talsins en af þeim náðu 74 að ljúka keppni, fjörtíu féllu úr leik í fyrri eða seinni ferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert