Þróttur og Þróttur mætast í úrslitum

mbl.is/ÞÖK

Kvennalið Þróttar úr Reykjavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í blaki eftir að hafa lagt HK 3:0 í kvöld. Þróttur vann fyrsta leikinn s.l. laugardag en í úrslitin hefjast á laugardag þar sem Þróttur úr Neskaupstað tekur á móti Þrótti úr Reykavík.

Frá þessu er greint á vef Blaksambandsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina