Handboltinn gefur eftir

Veturinn 1985-1986 tóku 42 karla- og kvennalið þátt í deildarkeppni Handknattleikssambands Íslands en á síðustu 22 árum hafa 17 lið lagt upp laupana eða dregið sig í hlé. Á sama tíma hefur liðum í röðum Körfuknattleikssambands Íslands fjölgað um eitt á ári, en veturinn 1985-1986 voru samtals 27 lið skráð til leiks í karla- og kvennaflokki í deildarkeppni KKÍ. Á leiktíðinni sem lauk fyrir skemmstu voru liðin 49 og hefur þeim fjölgað um 22.

Það vekur athygli að aðeins þrjú bæjarfélög utan höfuðborgarsvæðisins sendu lið í deildarkeppni á síðustu leiktíð í handboltanum; Akureyri, Vestmannaeyjar og Selfoss.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að skortur á leiðbeinendum og þjálfurum úti á landi geri handboltanum erfitt um vik. „HSÍ hefur lagt áherslu á að fara með vináttuleik út á land til þess að kynna íþróttina, en það vantar fólk til að fylgja slíkum heimsóknum eftir,“ segir Einar. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir að það sé einfaldara fyrir börn og unglinga að leika í körfubolta – miðað við þá sérhæfingu sem þarf í handboltanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert